Fara í efni
Menntamál

Grundvallaratriði að skóli sé fyrir nemendur

„Grundvallaratriðið ætti að vera að skóli sé fyrir nemendur. Nemendum á ekki að líða illa í skólanum. Nemendur eiga ekki að hrökklast úr skóla vegna of mikils álags, kvíða, þreytu, eða þunglyndis. Skóli á að vera nemendum vinsamlegur en ekki fjandsamlegur,“ segir Sverrir Páll Erlendsson, menntaskólakennari til áratuga, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

Þar fjallar Sverrir Páll um styttingu náms í framhaldsskólum úr fjórum árum í þrjú, og bendir á ýmislegt forvitnilegt í því sambandi.

„Auðvitað á að gera kröfur, en þær eiga að vera mannlegar. Þetta þurfa yfirvöld að skilja. Yfirvöld menntamála eiga að stuðla að öryggi, festu og vellíðan í skólum. Þau eiga ekki að vinna gegn nemendum – og reyndar ekki kennurum heldur. Þau eiga ekki að vinna óhæfuverk.“

Smellið hér til að lesa grein Sverris Páls