Fara í efni
Leikskólar

Val á íþróttafólki Þórs tilkynnt í Hamri í dag

Íþróttafólk ársins 2023, mynd frá hátíðinni í fyrra. F.v. Nói Björnsson, formaður Þórs, Maddie Sutton og Sandra María Jessen, íþróttakonur Þórs 2023, og Elmar Freyr Aðalheiðarson, íþróttakarl Þórs 2023. Mynd: Páll Jóhannesson.

Þórsarar tilkynna val á íþróttafólki félagsins 2024 á árlegum viðburði í Hamri í dag kl. 17.00. Á heimasíðu félagsins segir að hátíðin verði með hefðbundnum hætti, en það er framkvæmdastjórinn Reimar Helgason sem setur samkomuna. Íslandsmeistarar félagsins og landsliðsfólk verður heiðrað, látinna félaga minnst og boðið upp á tónlistaratriði. 

Á hverju ári tilnefnir hver deild íþróttakonu- og karl til valsins á íþróttafólki ársins. Í ár eru eftirtalin tilnefnd:

Íþróttakarl Þórs 2024

  • Alfreð Leó Svansson - Rafíþróttir
  • Brynjar Hólm Grétarsson - Handknattleikur
  • Igor Biernat - Hnefaleikar
  • Matthías Örn Friðriksson - Pílukast
  • Rafael Alexandre Romao Victor - Knattspyrna
  • Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson - Körfuknattleikur


Íþróttakona Þórs 2024

  • Árveig Lilja Bjarnadóttir - Rafíþróttir
  • Eva Wium Elíasdóttir - Körfuknattleikur
  • Lydía Gunnþórsdóttir - Handknattleikur
  • Sandra María Jessen - Knattspyrna
  • Sunna Valdimarsdóttir - Pílukast

Aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs býður félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta. Vöfflukaffi verður í boði.