Leikskólar
Ráðlagt að fara ekki upp í Hlíðarfjall

Mynd af Facebook-síðu Hlíðarfjalls í morgun.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður lokað í dag. Í tilkynningu frá Hlíðarfjalli er fólk jafnframt varað við því að vera á ferðinni uppfrá.
Vindur náði mest 45 metrum á sekúndu á bílaplaninu í Hlíðarfjalli, að því er fram kemur í tilkynningunni. Áfram er rauð veðurviðvörun fyrir Norðurland eystra í dag og má því gera ráð fyrir að vindur verði í það minnsta svipaður í fjallinu í dag og í gær. „Við bíðum þetta af okkur og opnum um leið og færi gefst.“