Fara í efni
Landsbankahúsið við Ráðhústorg

Slippurinn með Kiviuq I í vetrargeymslu

Jens Andru, yfirvélstjóri á Kiviuq I

Það verður að teljast fátítt, nú til dags, að erlend skip komi til Íslands í vetrargeymslu, en kanadíska línuskipið Kiviuq I er þó komið til Akureyrar í þeim tilgangi; eftir fyrstu veiðiferð skipsins á norðurslóðum að loknum viðamiklum breytingum sér Slippurinn um að geyma það í vetur. Þetta kemur fram á samfélagsliðum Slippsins - Akureyri.

Þar sem fyrirséð var að eigendur skipsins myndu missa veiðisvæðið undir ís í desember, horfðu þeir til Akureyrar varðandi vetrargeymslu. 

Vinna við breytingar á Kiviuq I var stærsta einstaka verkefni Slippsins - Akureyri á þessu ári og lukkaðist mjög vel að sögn yfirvélstjórans, Jens Andru. Hann segir skipið hafa reynst mjög vel í þessari fyrstu veiðiferð og vinnsludekkið staðist allar væntingar. Hann segir ótrúlegt að eftir eins yfirgripsmikið viðhald og breytingar sé nær ekkert sem þurfi að betrumbæta í skipinu. „Nú er bara að bíða eftir að ísa leysi,“ segir hann. 

Jens segir gott að vera kominn til Akureyrar og það væri góð tilfinning að vera komin með skipið í vetrargeymslu hjá Slippnum.

„Við hjá Slippnum-DNG erum ánægð að fá þessa góðu gesti aftur. Við viljum nota tækifærið og þakka útgerð og starfsmönnum fyrir frábært samstarf á árinu og óskum öllum gleðilegrar hátíðar,“ segir í pistlinum.

Jens Andru, yfirvélstjóri á Kiviuq I