Fara í efni
Körfuknattleikur

Útileikir hjá Þórsurum í körfu og handbolta

Tvö Þórslið verða í eldlínunni á suðvesturhorninu í kvöld. Handboltastrákarnir fara í Hafnarfjörðinni og körfuboltastrákarnir á Skagann.

  • Karlalið Þórs í körfuknattleik mætir Skagamönnum á Akranesi í þriðju umferð 1. deildar í kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi og hefst kl. 19:15.

Bæði lið hafa spilað tvo leiki til þessa. Þórsarar eru án sigurs eftir viðureignir við Selfoss og Sindra. Skagamenn unnu KFG í annarri umferðinni, en töpuðu fyrir Sindra í þeirri fyrstu.

Þórsarar mæta í kvöld fyrrum þjálfara sínum, Óskari Þór Þorsteinssyni, sem þjálfaði karlalið Þórs undanfarin tvö tímabil. 

  • Karlalið Þórs í handknattleik mætir ungmennaliði Hauka í Hafnarfirði. Leikið er að Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 19:30. 

Þórsarar eru með sex stig úr fjórum leikjum, jafnir Víkingi og ungmennaliði Fram á toppi næstefstu deildar Íslandsmótsins, Grill 66 deildarinnar, að stigum. Þórsliðið hefur unnið lið Selfoss og ungmennalið Fram og Vals, en tapaði fyrir Víkingi í fyrstu umferðinni. Ungmennalið Hauka er án stiga eftir fystu þrjá leiki sína.