Fara í efni
Körfuknattleikur

Tryggvi fór hamförum í gær - MYNDBAND

Tryggvi Snær Hlinason fór hamförum í seinni hálfleik í gær þegar Ísland sigraði Luxembourg, 90:76, í undankeppni heimsmeistaramótsins. Leikurinn fór fram í Bratislava í Tékklandi. Bárðdælingurinn stóri gerði 17 stig, flest allra í íslenska liðinu. Þá tók hann 11 fráköst og átti eina stoðsendingu.

Tryggvi, sem hóf ferilinn með Þór eins og alkunna er, starfar sem atvinnumaður hjá  Casademont Zaragoza sem leikur í efstu deild á Spáni, sterkustu deildakeppni í Evrópu. Félagið var greinilega stolt af frammistöðu síns manns í gærkvöldi og birti meðfylgjandi myndband af tilþrifum hans í gær.

Tilþrif Tryggva