Fara í efni
Körfuknattleikur

Þórsstelpurnar unnu stórsigur í Hólminum

Lore Devos var frábær með Þór í Hólminum í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar unnu í kvöld 33 stiga sigur, 98:65, á Snæfelli í Stykkishólmi í efstu deild Íslandsmóts kvenna í körfubolta, Subway deildinni. Þórsliðið er nú í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig en Snæfell, sem einnig er nýliði í deildinni, er neðst án stiga.

  • Skorið eftir leikhlutum: 17:10 – 10:31 – 27:41 –16:32 – 22:25 – 65:98

Upphafskafli leiksins var gestunum erfiður og kom satt að segja á óvart. Heimamenn höfðu sjö stiga forskot að loknum fyrsta leikhluta en veður skipuðust skjótt í lofti eins og sjá má á tölunum hér að ofan.

Yfirburðir Þórsara voru gríðarlegir; þeir skiptu um gír strax í byrjun annars leikhluta og héldu uppteknum hætti í þeim þriðja. Fjórði leikhluti var aðeins formsatriði.

Lore Devos var frábær í Þórsliðinu; skoraði 37 stig, tók 10 frá­köst og átti 5 stoðsend­ing­ar. Hrefna Ottós­dótt­ir gerði 17 stig.

Tölfræði Þórsaranna í kvöld: stig – fráköst – stoðsendingar

  • Lore Devos 37 – 10 – 5
  • Hrefna Ottósdóttir 17 – 4 – 2
  • Eva Wium Elíasdóttir 8 – 5 – 5
  • Maddie Sutton 8 – 14 – 5
  • Heiða Hlín Björnsdóttir 6 – 0 – 3
  • Karen Helgadóttir 6 – 2 – 3
  • Vaka Jónsdóttir 6 – 1 – 0
  • Jovanka Ljubetic 4 – 1 – 5
  • Rebekka Halldórsdóttir 3 – 2  – 0
  • Valbjörg Ela Bragadóttir 3 – 0 – 1

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins