Fara í efni
Körfuknattleikur

Þórsarar töpuðu fyrir Haukum í Hafnarfirði

Maddie Suttonn með boltann og Lore Devos undir körfunni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Kvennalið Þórs tapaði fyrir Haukum í Hafnarfirði í gærkvöldi, 84:73, í Subway deildinni, efstu deild Íslandsmótsins  í körfubolta. Þór er í fimmta sæti að 14 umferðum loknum, aðeins tveimur stigum á undan Haukum þegar tveir leikir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni.

Að næstu tveimur leikjum loknum verður deildinni skipt upp; fimm efstu liðin spila tvöfalda umferð og fjögur neðstu leika innbyrðis, einnig  í tvöfaldri umferð. Eftir það fer af stað átta liða úrslitakeppni.

  • Skorið eftir leikhlutum – 24:17 – 18:18 – 42:35 – 15:14 – 27:24 – 84:73 

Eftir jafnan fyrri hluta fyrsta leikhluta tóku Haukar frumkvæðið um hann miðjan og náðu mest 12 stiga forskoti. Munurinn varð aldrei mikill en heimaliðið lét forystuna ekki af hendi.

Þór; stig - fráköst - stoðsendingar: Lore Devos 18/3/7, Maddie Sutton 17/14/6, Eva Wium Elíasdóttir 12/2/2, Jovanka Ljubetic 9/4/0, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 9/1/0, Hrefna Ottósdóttir 8/3/0, Heiða Hlín Björnsdóttir 0/4/0, Rebekka Hólm Halldórsdóttir 0/1/0.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina.