Körfuknattleikur
Þórsarar taka á móti liði Hamars í kvöld
29.11.2024 kl. 14:00
Smári Sigurðsson (15) og Páll Nóel Hjálmarsson (4) í leik gegn Sindra fyrr í haust. Mynd: Skapti Hallgrímsson.
Karlalið Þórs í körfuknattleik tekur á móti liði Hamars frá Hveragerði í 9. umferð 1. deildar karla í Íþróttahöllinni í kvöld kl. 19:15.
Fyrir leikinn er Hamar í 3. sæti deildarinnar, hefur unnið fimm leiki af átta, en Þórsarar hafa verið að síga upp töfluna og eru nú í 7. sæti með þrjá sigra eftir fyrstu átta umferðirnar.
Þórsarar unnu útisigur gegn Breiðabliki í góðum leik í síðustu umferð, á meðan Hamar vann heimasigur gegn ÍA.
- 1. deild karla í körfuknattleik
Íþróttahöllin á Akureyri kl. 19:15
Þór - Hamar