Fara í efni
Körfuknattleikur

Þórsarar semja við franskan bakvörð

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Amandine Toi, 26 ára gamla franska stúlku. Hún er 178 cm á hæð og leikur í stöðu bakvarðar.

Daníel Andri Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Þórs er ánægður með liðsstyrkinn. „Amandine er frábær viðbót í sterkan hóp af heimastelpum. Hún hefur reynslu úr sterkri deild í háskólaboltanum, ACC deildinni, þar sem hún var með fínar tölur allan sinn feril. Við erum spennt að fá að vinna með henni í vetur,“ segir Daníel á heimasíðu Þórs. Amandine Toi lék síðast með liði Toulouse í næst efstu deild í heimalandi sínu.