Fara í efni
Körfuknattleikur

Þórsarar í 8 liða úrslit á kostnað Aþeninga

Þórsarar fagna fræknum sigri á Keflvíkingum á Íslandsmótinu fyrir skömmu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar eru komnir í átta liða úrslit bikarkeppni kvenna í körfubolta, VÍS-bikarkeppninnar. Stelpurnar fengu 1. deildarlið Aþenu í heimsókn í Íþróttahöllina í gær og sigruðu 85:76.

  • Skorið eftir leikhlutum: 23:20 – 27:15 – 50:35 – 16:14 – 18:27 – 84:76

Aþeningar byrjuðu betur en Þórsstelpurnar voru komnar með forystu þegar fyrsta leikhluta lauk. Gestirnir byrjuðu annan leikhluta einnig betur en eftir að Þórsarar hrukku í gang náðu þeir forystu og juku hana smám saman. Í hálfleik var munurinn orðinn 15 stig Þórsurum í hug.

Þórsliðið hefur oft leikið betur en í gær en stelpurnar gerðu það sem þarf; náðu mjög góðu forskoti um miðjan þriðja leikhluta en síðan hallaði verulega undan fæti, gestirnir minnkuðu muninn niður í fimm stig á tímabili en Þórsarar unnu með átta stigum og eru komnir í átta liða úrslitin.

Þórsarar í leiknum: stig/fráköst/stoðsendingar

Maddie Sutton 24/17/2, Lore Devos 22/13/4, Eva Wium Elíasdóttir 15/1/6, Jovanka Ljubetic 12/3/0, Hrefna Ottósdóttir 11/3/1, Heiða Hlín Björnsdóttir 0/2/2, Rebekka Hólm Halldórsdóttir 0/1/0.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina

Þórsstelpurnar eiga einn leik eftir á þessu ári. Valsarar koma í heimsókn í Íþróttahöllina á þriðjudaginn í Subway-deildinni, efstu deild Íslandsmótsins og hefst viðureignin kl. 18.15.