Fara í efni
Körfuknattleikur

Þór tapaði fyrir sterkum nafna sínum

Ivan Aurrecoechea Alcolado með boltann, vel gætt af Adomas Drungilas eins og svo oft í leiknum. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Þór varð að játa sig sigraðan gegn öflugum nafna sínum úr Þorlákshöfn, í Domino‘s deildinni í körfubolta í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Gestirnir unnu 91:75 og var sá sigur aldrei í hættu. Þorlákshafnar-Þórsarar gerðu fjögur fyrstu stigin, heimamenn jöfnuðu 4:4 en eftir það höfðu gestirnir forystu allt til enda.

  • Skorið í hverjum leikfjórðungi var sem hér segir: 21:28 – 20:23 (41:51) –18:24 – 16:16 (75:91)

Úrslitin eru að sjálfsögðu vonbrigði eftir glæsilegan sigur á Njarðvíkingum í síðasta leik, en gestir kvöldsins eru öflugir og erfiðir viðureignar. Bæði leika þeir geysisterka vörn og bjóða upp á fjölbreyttan sóknarleik. Framundan er hálfs mánaðar hlé á deildinni en Þórsarar mæta næst Haukum í Hafnarfirði sunnudagskvöldið 28. febrúar.

  • Dedrick Deon Basile 22 stig – 6 fráköst (4 í sókn, 2 í vörn) – 7 stoðsendingar
  • Ivan Aurrecoechea Alcolado 11 stig – 9 fráköst (2 í sókn, 7 í vörn) – 2 stoðsendingar
  • Srdan Stojanovic 19 stig – 3 fráköst (öll í vörn) – 5 stoðsendingar
  • Andrius Globys 10 stig – 7 fráköst (1 í sókn, 6 í vörn)
  • Ohouo Guy Landry Edi 6 stig – 3 fráköst (1 í sókn, 2 í vörn)
  • Kolbeinn Fannar Gíslason 7 stig – 2 stoðsendingar

Smellið HÉR til að sjá alla tölfræði leiksins á heimasíðu KKÍ

Smellið HÉR til að lesa ítarlega umfjöllun á Vísi