Rúnar Sigtryggsson framlengir hjá Leipzig
Akureyringurinn og handknattleiksþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson undirritað nýjan samning við SC DHFK Leipzig í þýsku Bundesligunni. Handboltavefur Íslands, handbolti.is, greindi fyrst frá.
Rúnar hefur þjálfað liðið frá því í nóvember 2022, en undir hans stjórn leika meðal annarra tveir Íslendingar, sonur hans Andri Már og Viggó Kristjánsson. Þegar Rúnar tók við liðinu var það í erfiðri stöðu á botni Bundesligunnar, efstu deildar í Þýskalandi, en honum tókst að snúa gengið liðsins við og ná 11. sætinu á því tímabili og svo 8. sætinu síðastliðið vor.
Nýr samningur Rúnars gildir til loka tímabilsins 2026-27.
Handknattleikslið HC DHFK Leipzig. Rúnar er annar frá vinstri í fremstu röð, en með liðinu leika Íslendingarnir Andri Már Rúnarsson (4) og Viggó Kristjánsson (73). Myndin er af vef félagsins.