Fara í efni
Körfuknattleikur

Öruggur sigur ÍR í fyrsta leik gegn Þór

Harrison Butler var atkvæðamestur Þórsara í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu með 17 stiga mun fyrir ÍR-ingum í Reykjavík í kvöld, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla í körfubolta. Heimamenn unnu fyrsta leikhluta örugglega og héldu þægilegri forystu allan tímann.

  • Skorið eftir leikhlutum: 22:12 – 20:22 – 42:34 – 27:19 – 28:27 – 97:80

ÍR varð í öðru sæti deildarinnar en Þór í því fimmta þannig að Reykjavíkurliðið er sterkara á pappírnum og úrslitin því eftir bókinni. Liðin mætast næst í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardagskvöldið og verður spennandi að sjá hvort Þórsarar nái að velgja ÍR-ingum undir uggum á heimavelli. Mikill og líflegur stuðningur skiptir gjarnan miklu máli og vert að muna að allt, eða nánast allt, er mögulegt í íþróttum! Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram.

Helsta tölfræði Þórsara:

  • Harrison Butler 22 stig – 11 fráköst – 4 stoðsendingar
  • Baldur Jóhannesson 17 – 4 – 1
  • Jason Gigliotti 16 – 11 – 2
  • Páll Nóel Hjálmarsson 9 – 3 – 0
  • Reynir Róbertsson 8 – 5 – 1
  • Smári Jónsson 8 – 3 – 6

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina