Fara í efni
Körfuknattleikur

Mikilvægur Þórssigur á Ísfirðingum

Oddur Gretarsson var lang markahæstur Þórsara í dag - gerði 11 mörk. Hér er hann í fyrri leiknum gegn Herði í vetur. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar halda sínu striki í Grill 66 deild karla í handknattleik, unnu Hörð á Ísafirði í dag með tveggja marka mun, 25-23, og hafa það enn í sínum höndum að vinna deildina.

Leikurinn var í járnum lengst af, heimamenn með forystuna lengst af í fyrri hálfleik, en jaft í leikhléi, 13-13. Áfram var jafnt í seinni hálfleiknum og janft á flestum tölum upp í 20-20, en þá náðu Þórsarar örlitlu forskoti sem þér létu ekki af hendi aftur. Tveggja marka sigur varð niðurstaðan.

Oddur Gretarsson var Ísfirðingum erfiður og skoraði nær helming marka Þórs, 11 af 25. Hafþór Már Vignisson skoraðu fjögur. Endijs Kusners skoraði flest mörk Harðar, sjö. 

Hörður:
Mörk: Endijs Kusners 7, Jose Esteves Neto 5, Oliver Rabek 5, Lubomir Ivanytsia 3, Marek Lesansky 2, Ólafur Brim Stefánsson 1.
Varin skot: Jonas Maier 12.
Refsimínútur: 8.

Þór
Mörk: Oddur Gretarsson 11, Hafþór Már Vignisson 4, Þórður Tandri Ágústsson 2, Bjartur Már Guðmundsson 2, Halldór Kristinn Harðarson 1, Ólafur Atli Malmquist Hulduson 1, Sigurður Ringsted Sigurðsson 1, Aron Hólm Kristjánsson 1
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 11.
Refsimínútur: 6.

Selfyssingar eru þó enn í toppsæti deildarinnar þrátt fyrir jafntefli í gærkvöld, en Þórsarar eiga leik til góða. Selfoss er með 23 stig, Þór með 22 og Víkingur 19. 

Leikirnir sem þrjú efstu lið deildarinnar eiga eftir:

  • Þór: HBH (h), HBH (ú), HK2 (h)
  • Selfoss: Valur2 (ú), Fram2 (h)
  • Víkingur: Haukar2 (h), Hörður (ú), HBH (h)

Venslalið þessara félaga, Hörður2 og Þór2, mættust einnig á Ísafirði í 2. deild karla í dag og þar höfðu Þórsarar einnig sigur, 30-28. Leó Friðriksson var markahæstur Þórsara, skoraði átta mörk.