Körfuknattleikur
Jason Gigliotti er nef- og handarbrotinn
01.05.2024 kl. 19:33
Jason Gigliotti á bekknum hjá Þórsurum í íþróttahúsi ÍR þegar leikurinn hófst í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Körfuboltalið Þórs varð fyrir mikilli blóðtöku í vikunni þegar miðherjinn Jason Gigliotti, sem verið hefur besti maður liðsins í mörgum leikja vetrarins, bæði nef- og handarbrotnaði á æfingu.
Gigliotti er því illa fjarri góðu gamni í kvöld þegar Þór mætir ÍR í þriðja leiknum í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. Enginn getur fyllt skarð hans svo vel sé og því óhætt að gera ráð fyrir að róðurinn verður þungur í kvöld.