Fara í efni
Körfuknattleikur

ÍR-ingar komu, sáu og sigruðu Þórsara

Jason Gigliotti varði sex skot í leiknum í kvöld, m.a. þetta frá Collin Pryor í seinni hálfleik. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu í kvöld með 14 stiga mun, 95:81, á heimavelli fyrir toppliði ÍR í 1. deildinni í körfubolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. 

Þórsliðið byrjaði vel og var yfir í hálfleik en þriðji leikhluti var afleitur af þeirra hálfu og segja má að þá hafi úrslit leiksins ráðist.

  • Skorið eftir leikhlutum: 22:16 – 22:25 – 44:41 –14:32 – 23:22 – 81:95

Hver leikhluti er 10 mínútur og í þeim þriðja skoruðu Þórsarar ekki fyrr en fimm mínútur voru liðnar. Þá höfðu ÍR-ingar þegar gert 15 stig og unnu leikhlutann með 18 stiga mun.

Fjölnir og ÍR eru efst í deildinni með 28 stig en KR er með 26 og á einn leik til góða. Þór er í 8. sæti með 10 stig.

Helsta tölfræði Þórsara

  • Harrison Butler 24 stig, 10 fráköst, 3 stoðsendingar
  • Jason Gigliotti 22 stig, 13 fráköst, 2 stoðsendingar, 6 varin skot
  • Reynir Róbertsson 9 stig, 4 fráköst, 7 stoðsendingar
  • Baldur Jóhannesson 18 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingar
  • Smári Jónsson 6 stig, 3 fráköst, 1 stoðsendingar
  • Orri Már Svavarsson 2 stig, 1 frákast

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina