Fara í efni
Körfuknattleikur

Hluti golfvallarins að Jaðri opnaður í dag

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Nokkrar brautir á golfvellinum að Jaðri verða opnar í dag frá klukkan 10.00 til 16.00. Þetta var tilkynnt á vef Golfklúbbs Akureyrar í morgun og að opnað hafi verið fyrir rástímaskráningu. 

„Eins og glöggir Norðurlandsbúar hafa tekið eftir hefur verið bongóblíða síðustu daga og höfum við því ákveðið að opna fyrir rástímaskráningu á fyrri 9 holum vallarins,“ segir á vef GA.

Spilaðar verða sjö brautir af fyrri níu á vellinum; 1 til 4 og 7 til 9. „Bílar eru eingöngu leyfðir á stígum og í röffi,“ segir í tilkynningunni.