Fara í efni
Körfuknattleikur

Fyrsti heimaleikur meistara meistaranna

Á góðri stund í Laugardalshöllinni fyrr á árinu. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Kvennalið Þórs í körfuknattleik sem vann titilinn meistari meistaranna í opnunarleik keppnistímabilsins í lok september tekur á móti liði Grindavíkur í Íþróttahöllinni í kvöld kl. 19:15. Þetta er fyrsti heimaleikur liðsins á tímabilinu.

Þórsstelpurnar hafa spilað tvo útileiki í Íslandsmótinu, Bónusdeildinni, og eftir jafna og spennandi leiki hafa þær þurft að játa sig sigraðar á lokamínútunum í báðum leikjunum, fyrst gegn Val og svo Hamri/Þór fyrir viku. Þórsliðið er því á botni deildarinnar fyrir þriðju umferðina og eina liðið sem ekki hefur unnið leik það sem af er deildarkeppninni.