Fara í efni
Körfuknattleikur

Baldvin bætti eigið Íslandsmet í 1500 m

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Baldvin Þór Magnússon úr Ungmennafélagi Akureyrar setti í gærkvöldi Íslandsmet í 1500m hlaupi á Watford Harriers Open í Bretlandi. Hann hljóp á 3:39,90 mín og bætti gamla metið um tæpa hálfa sekúndu.

Baldvin átti sjálfur Íslandsmetið – 3:40,36 mín. Það setti hann á móti í Bandaríkjunum á síðasta ári.

Hann á nú Íslandsmet í fimm greinum utanhúss:

  • 1500 m – 3:39,90 mín – sett í gær
  • 3000 m – 7:49,68 mín – sett í júlí 2023
  • 5000 m – 13:20,34 mín – sett í apríl 2024
  • 5 km götuhlaup – 13:42,00 mín – sett í mars 2024
  • 10 km götuhlaup – 28:51,00 mín – sett í október 2023