Fara í efni
Knattspyrna

Val á íþróttafólki KA verður kynnt í dag

Íþróttafólk KA 2023, Helena Kristín Gunnarsdóttir og Hallgrímur Mar Steingrímsson. Ljósmynd: Þórir Tryggvason

Knattspyrnufélag Akureyrar varð 97 ára síðastliðinn miðvikudag, 8. nóvember, en haldið verður upp á afmælið í dag, sunnudag. Hátíð verður í KA-heimilinu þar sem tilkynnt verður hver eru kosin íþróttakarl og íþróttakona KA 2024 og fleiri viðurkenningar veittar. Samkoman hefst kl. 17.00.

KA hefur birt tilnefningar til ýmissa viðurkenninga á heimasíðu félagsins.

Íþróttakarl KA 2024

  • Alex Cambray Orrason - lyftingar
  • Daði Jónsson - handknattleikur
  • Gísli Marteinn Baldvinsson - blak
  • Hans Viktor Guðmundsson - knattspyrna
  • Samir Ómar Jónsson - júdó

Íþróttakona KA 2024

  • Anna Þyrí Halldórsdóttir - handknattleikur
  • Drífa Ríkarðsdóttir - lyftingar
  • Julia Bonet Carreras - blak
  • Margrét Árnadóttir - knattspyrna

KA-lið ársins 2024

  • Meistaraflokkur karla í knattspyrnu
  • 2. flokkur karla í knattspyrnu
  • 2. flokkur kvenna í knattspyrnu
  • 6. flokkur karla í handbolta
  • 6. flokkur kvenna í handbolta
  • Meistaraflokkur kvenna í blaki
  • U16 ára kvenna í blaki

Þjálfari ársins 2024

  • Egill Daði Angantýsson - fótbolti
  • Eirini Fytrou - júdó
  • Hallgrímur Jónasson - fótbolti
  • Heimir Örn Árnason - handbolti
  • Jón Heiðar Sigurðsson - handbolti
  • Julia Bonet Carreras - blak
  • Miguel Mateo Castrillo - blak

Þá verður Böggubikarinn afhentur í dag í 11. skipti; farandbikar sem veittur er einstaklingum, pilti og stúlku, á aldrinum 16-19 ára sem þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega, eins og segir á vef KA. Viðurkenningin er veitt í minningu Sigurbjargar Níelsdóttur, Böggu, sem fædd var þann 16. júlí 1958 og lést 25. september 2011. Bróðir Böggu, Gunnar Níelsson, er verndari verðlaunanna.