Fara í efni
Knattspyrna

Þór samdi við fjóra unga og Jóhann Helga

Guðni Sigþórsson, Jóhann Helgi Hannesson, Aðalgeir Axelsson, Steinar Logi Kárason, Elvar Baldvinsson og Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari. Ljósmynd: Páll Jóhannesson.

Knattspyrnudeild Þórs samdi í gær við fimm leikmenn, þar á meðal hinn þrautreynda Jóhann Helga Hannesson. Allir sömdu til tveggja ára. 

  • Guðni Sigþórsson – framherji sem verður 22 ára í mars. Hann hefur tekið þátt í 79 leikjum í meistaraflokki og gert níu mörk. Guðni lék fyrst með meistaraflokki Þórs 2016 og hefur gert síðan, nema hvað hann var lánaður til Magna á Grenivík 2019. 
  • Aðalgeir Axelsson – 22 ára framherji. Lék með Þór í yngri flokkunum og á að baki 11 leiki í meistaraflokki, sex með Þór og fimm með Tindastóli, þangað sem hann var lánaður sumarið 2019.
  • Elvar Baldvinsson – fjölhæfur leikmaður sem verður 24 ára á árinu. Völsungur að upplagi, á að baki liðlega 140 leiki með meistaraflokki Húsavíkurliðsins og hefur gert 31 mark. Elvar var með Þór í einum leik í fyrra.
  • Steinar Logi Kárason – miðvörður sem verður tvítugur á árinu. Uppalinn Þórsari sem á enn eftir að leika í meistaraflokki.
  • Jóhann Helgi Hannesson – þrítugur framherji; á 266 leiki að baki með meistaraflokki í deildar- og bikarkeppni, þar af 253 með Þór, og hefur gert 72 mörk.