Fara í efni
Knattspyrna

Þór og Grindavík mætast í Safamýrinni

Rafael Victor fagnar marki gegn Grindvíkingum fyrr í sumar, en hann skoraði bæði mörk Þórs í 2-2 jafntefli. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar mæta Grindvíkingum í 17. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu í dag. Leikurinn fer fram í Safamýrinni í Reykjaví, en sem kunnugt er geta gestgjafarnir ekki spilað á sínum heimavelli á þessu tímabili. Víkingar lánuðu þeim Safamýrina og fékk völlurinn nafnið Stakkavíkurvöllur Safamýri í leikjum liðsins, en heimavöllur þeirra í Grindavík ber einmitt nafn Stakkavíkur.

Bæði lið eru í harðri baráttu við að koma sér fjær botnbarátunni. Þórsarar sitja í 8. sætinu með 18 stig úr 16 leikjum, en Gríndvíkingar eru með stigi minna í 9. sætinu. Liðin í fallsætunum, Grótta og Dalvík/Reynir, eru með 13 stig, en Leiknir þarna á milli með 16. Stigin þrjú sem eru í boði í dag eru því virkilega dýrmæt fyrir bæði liðin. Vonir Þórsara um að komast í umspilssæti (2.-5.) hafa dvínað nokkuð eftir þrjá tapleiki og eitt jafntefli í síðustu fjórum leikjum, en hún er þó enn til staðar. Enn eru 18 stig eftir í pottinum.

Jafntefli varð í fyrri leik liðanna sem fram fór á Akureyri snemma í júlí, 2-2. Leikurinn í dag hefst kl. 18.