Fara í efni
Knattspyrna

Hverjir komu til Þórs og hverjir fóru?

Liðsstyrkur! Birkir Heimisson kom heim í Þór frá Val og framherjinn Rafael Victor frá Njarðvík. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar hefja í dag leik í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins. Þeir sækja Þróttara heim í Laugardalinn.

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Þórs frá síðustu leiktíð í knattspyrnunni auk þess sem nýr þjálfari er í brúnni, Sigurður Höskuldsson.

KOMNIR
Birkir Heimisson frá Val
Rafael Victor frá Njarðvík
Árni Elvar Árnason frá Leikni
Jón Jökull Hjaltason frá ÍBV
Auðunn Ingi Valtýsson frá Dalvík/Reyni (var á láni)
Sigfús Fannar Gunnarsson frá Dalvík/Reyni (var á láni)

FARNIR
Akseli Kalermo til Finnlands
Bjarni Guðjón Brynjólfsson í Val
Valdimar Daði Sævarsson í Gróttu
Kristján Atli Marteinsson í ÍR
Nikola Kristinn Stojanovic í Dalvík/Reyni
Egill Orri Arnarsson til Midtjylland (fer 1. júlí)
Ómar Castaldo Einarsson til Víkings Ó.
Rafnar Máni Gunnarsson í Völsung
Sigurður Marinó Kristjánsson hættur
Nökkvi Hjörvarsson til Kormáks/Hvatar á láni
Pétur Orri Arnarson til Kormáks/Hvatar á láni