Fara í efni
Knattspyrna

„Stelpurnar okkar“ urðu meistarar í Mexíkó

Mexíkómeistararnir „okkar“ - frá vinstri, Natalia Gómez Junco, Stephany Mayour Gutierrez og Bianca Sierra.

Fyrrverandi leikmenn Þórs/KA, Stephany Mayor Gutierrez, Bianca Sierra og Natalia Gómz Junco, urðu Mexíkómeistarar í knattspyrnu í gærkvöldi. Þá fór seinni úrslitaleikurinn fram en úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Þar hafði lið þeirra, Tigres UANL, betur 3:2.

Fyrri úrslitaleikurinn var á heimavelli Tigres, þar sem gestirnir í Monterrey unnu 1:0 en dæmið snerist við í gær þar sem „stelpurnar okkar“ og félagar í Tigres unnu 1:0. Þess vegna var gripið til vítaspyrnukeppni. Enginn þremenningana tók víti.

Eftir deildarkeppnina var Tigres UANL efst með 15 sigra í 17 leikjum, 39 mörk í plús og 46 stig, en Monterrey var með 13 stig í 17 leikjum, 22 mörk í plús og 41 stig. Síðan tók við úrslitakeppni.

Stephany Mayor var næst markhæst í liði Tigres á keppnistímabilinu með 13 mörk.

Íslandsmeistarar með Þór/KA 2017, Bianca Sierra, Stephany Mayor Gutierrez og Natalia Gómez Junco. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.