Knattspyrna
Sjáðu frábært mark Arons Einars í dag
23.12.2020 kl. 15:37
Aron Einar fagnar marki sínu í leiknum í dag. Skjáskot af twitter færslu Al-Arabi.
Aron Einar Gunnarsson gerði ævintýralegt mark þegar fyrir Al-Arabi sigraði Al-Kharitiyath 3:1 í katörsku stjörnudeildinni í knattspyrnu í dag.
Landsliðsfyrirliðinn, nýrakaður bæði í andliti og á höfði, skoraði með skoti af eigin vallarhelmingi; hann lét vaða frá miðjuhringnum, af um 60 metra færi, þegar hann varð þess áskynja að markvörðurinn var fyrir utan vítateig.
Sigur Al-Arabi var afar mikilvægur því liðin tvö voru neðst í deildinni, en með sigrinum komust lærisveinar Heimis Hallgrímssonar upp í níunda sæti af 12, en Al-Kharitiyath er neðst með sex stig.
Smelltu HÉR til að sjá markið