Fara í efni
Knattspyrna

Síðasti heimaleikur KA í sumar – gegn Vestra

KA-menn fagna bikarmeistaratitlinum á Laugardalsvelli í sumar. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA tekur á móti Vestra í dag kl. 14.00 í næst síðustu umferð neðri hluta Bestu deildarinnar í knattspyrnu. Þetta er síðasti heimaleikur KA-manna í sumar.

KA er efst í neðri hlutanum, hefur 31 stig að loknum 25 leikjum, Fram er stigi neðar og KR hefur 28 stig.

Fylkir er fallinn, hefur 18 stig, en Vestri og HK berjast um að halda sér í deildinni. Vestri er með 25 stig en HK 22.

Leikur dagsins:

  • KA – Vestri

Á morgun:

  • HK – Fram
  • Fylkir - KR

Laugardag 26. október:

  • Fram – KA
  • KR – HK
  • Vestri – Fylkir

Staðan