Fara í efni
Knattspyrna

Rafael Victor, Einar Freyr og Birkir valdir

Einar Freyr Halldórsson - Rafael Victor - Birkir Heimisson. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Framherjinn Rafael Victor var valinn leikmaður ársins hjá Þór, Einar Freyr Halldórsson sá efnilegasti og Birkir Heimisson var valinn leikmaður leikmannanna. Þetta var tilkynnt á lokahófi knattspyrnudeildar um síðustu helgi.

Rafael var markahæsti Þórsarinn í sumar, gerði níu mörk í Lengjudeildinni. Einar Freyr er einn margra bráðefnilegra leikmanna Þórs; hann tók þátt í sex leikjum í deildinni, 15 ára gamall, fagnaði ekki 16 ára afmæli fyrr en tveimur dögum eftir síðasta deildarleikinn. Birkir Heimisson, sem kom til uppeldisfélagsins á ný fyrir tímabilið, var einn burðarása Þórs í sumar.