Knattspyrna
Nóg af færum en KA fékk bara eitt stig
07.04.2024 kl. 16:16
Andri Fannar Stefánsson í dauðafæri seint í fyrri hálfleiknum en Arnar Freyr Ólafsson varði mjög vel, einu sinni sem oftar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA gerði 1:1 jafntefli við HK í fyrsta leik Bestu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu á heimavelli í dag. KA-menn fengu nóg af færum til að næla í öll þrjú stigin og geta sannarlega nagað sig í handarbökin að hafa ekki unnið leikinn. Það hefðu verið sanngjörn úrslit.
Það var spænski miðjumaðurinn Rodri sem kom KA yfir strax á 8. mínútu með glæsilegum skalla eftir fyrirgjöf Bjarna Aðalsteinssonar en Atli Þór Jónasson jafnaði á 20. mínútu.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna
Nánar seinna í dag