Knattspyrna
Nemendur Naustaskóla fögnuðu Hallgrími Mar
23.09.2024 kl. 21:30
Mynd af Facebook síðu Naustaskóla
KA varð bikarmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti um helgina eins og lesendum Akureyri.net ætti að vera vel kunnugt! Því var víða fagnað, m.a. í Naustaskóla í dag þar sem nemendur tóku vel á móti Hallgrími Mar Steingrímssyni, einum bikarmeistaranna, en hann starfar í skólanum.
„Í dag fögnuðu nemendur 6. - 7. bekkjar Hallgrími nýbökuðum bikarmeistara með KA. Hallgrímur starfar hjá okkur sem stuðningsfulltrúi og krakkarnir tóku vel á móti honum í morgun klædd KA peysum og með svæðið skreytt blöðrum í KA litunum. Hallgrímur toppaði svo daginn með því að sækja bikarinn við mikinn fögnuð barnanna eins og sést hér á myndinni,“ segir á Facebook síðu skólans.