Knattspyrna
Mjög auðvelt hjá Þór/KA gegn Tindastóli
14.02.2021 kl. 19:02
Margrét Árnadóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir (6) fagna marki þeirrar fyrrnefndu í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Þór/KA vann mjög auðveldan sigur á Tindastóli, 5:2, í fyrsta leik Lengjubikarkeppninnar í Boganum í dag. Óhætt er að segja að byrjun leiksins hafi verið ótrúleg, því staðan var orðin 2:0 eftir þrjár mínútur! Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði á annarri mínútu og Karen María Sigurgeirsdóttir á þeirri þriðju.
María Catharina Ólafsdóttir Gros kom Þór/KA í 3:0 áður en Murielle Tiernan minnkaði muninn. Leikmaður Tindastóls gerði sjálfsmark á 75. mínútu - staðan þá orðin 4:1 og Margrét Árnadóttir bætti fimmta markinu við á 83. mín. með skoti af löngu færi. Jacqueline Altschuld lagaði stöðuna fyrir Sauðkrækinga á lokasekúndum leiksins.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna