Knattspyrna
Loftur Páll til liðs við Leiknismenn
12.02.2021 kl. 14:04
Loftur Páll Eiríksson í leik gegn Fram á Þórsvellinum í fyrrasumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Loftur Páll Eiríksson, varnarmaðurinn öflugi, sem leikið hefur með knattspyrnuliði Þór síðustu sex ár, er genginn til liðs við Leikni í Reykjavík. Fótboltavefurinn fotbolti.net greindi frá þessu fyrr í dag. Loftur flutti suður í haust og stundar þar nám.
Leiknismenn leika í sumar á ný í efstu deild Íslandsmótsins - Pepsi Max deildinni. Þeir urðu í næst efsta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Loftur, sem er frá Sauðárkróki, er 28 ára og á baki 190 leiki með Tindastóli og Þór í deildar - og bikarkeppni. Hann hefur gert fimm mörk.