Fara í efni
Knattspyrna

KA, Þór og Þór/KA hefja öll leik á útivelli

Viðureignir við liðin sem Akureyringa mæta í fyrstu umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson í leik gegn HK í fyrra - Arna Sif Ásgrímsdóttir og Margrét Árnadóttir í leik gegn ÍBV í fyrrasumar - Jóhann Helgi Hannesson í leik gegn Gróttu sumarið 2019. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Samkvæmt drögum að leikjaniðurröðun Íslandsmótsins í fótbolta, sem KSÍ birti í dag, hefja Akureyrarliðin, KA, Þór/KA og Þór öll keppni á útivelli.

Pepsi Max deild karla, efsta deild Íslandsmótsins

  • 1. umferð, HK - KA laugardag 24. apríl í Kórnum í Kópavogi
  • Lokaumferð, KA - FH, laugardag 25. september á Akureyri.

Eins og sjá má á myndinni snjóaði þegar KA og HK mættust síðast, á Akureyri í september í fyrra. Öruggt mál er að veðrið verður gott þegar liðin mætast í 1. umferð Íslandsmótsins í vor - því leikið verður innandyra!

Pepsi Max deild kvenna, efsta deild Íslandsmótins

  • 1. umferð, ÍBV - Þór/KA þriðjudaginn 4. maí í Eyjum
  • Lokaumferð, Þór/KA - Keflavík sunnudaginn 21. september á Akureyri.

Lengjudeild karla, næst efsta deild Íslandsmótsins

  • 1. umferð, Grótta - Þór fimmtudaginn 6. maí á Seltjarnarnesi
  • Lokaumferð, Þróttur - Þór laugardaginn 18. september í Reykjavík.

Bikarkeppnin

Dregið hefur verið í þremur fyrstu umferðum bikarkeppninnar í fótbolta. Í 2. umferð í karlakeppninni mætast Þór og Magni frá Grenivík og eiga Þórsarar heimaleik. Í 3. umferð kvennakeppninnar taka Hamrarnir á móti Völsungum frá Húsavík. Liðin í efstu deild hefja leik síðar.

Drögin að leikjaniðurröðun Pepsi Max deildar karla má sjá hér, Pepxi Max deildar kvenna hér og Lengjudeildar karla hér.