Fara í efni
Knattspyrna

KA-glaumur og gleði í upphitun á Ölveri

Myndir: Ásgrímur Örn Hallgrímsson

Fjölmargir stuðningsmenn KA komu saman á veitingahúsinu Ölveri um eittleytið til að hita upp og stilla saman strengi fyrir úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu sem hefst á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Ölver er steinsnar frá vellinum.

Á Ölveri var boðið upp á tónlistarflutning og Hallgrímur Jónasson þjálfari KA mætti á staðinn og sagði stuðningsmönnunum hvernig hann legði upp leikinn.

Það eru KA og Víkingar sem leika til úrslita annað árið í röð. KA -menn freista þess að vinna bikarinn í fyrsta skipti, þeir hafa fjórum sinnum leikið til úrslita en ekki tekist að hampa bikarnum ennþá. Víkingar hafa hins vegar unnið keppnina í síðustu fjögur skipti og stefna þar af leiðandi að því að fara heim með bikarinn í fimmta sinn eftir jafn marga úrslitaleiki, á sex árum. Víkingar urðu bikarmeistarar 2019, 2021, 2022 og 2023 en keppninni lauk ekki árið 2020 vegna Covid faraldursins.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA kom í Ölver og sagði stuðningsmönnum liðsins hvernig hann legði leikinn upp.

Saint Pete & Klean tóku lagið.

Sigurður Gunnarsson útvarpsmaður stýrir samkomunni.

Jón Heiðar Sigurðsson og Jón Þór Kristjánsson skemmtu viðstöddum með leik og söng.