Fara í efni
Knattspyrna

KA tekur á móti FH í Bestu deildinni

Varnarmaðurinn Hans Viktor Guðmundsson, í fyrsta leik sínum með KA á Íslandsmóti, og HK-ingurinn Tumi Þorvarsson eigast við í 1. umferð Bestu deildarinnar á dögunum. Mynd: Skapti Hallgrímsson

KA fær FH í heimsókn í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Flautað verður til leiks á Greifavellinum sunnan við KA-heimilið kl. 15.00.

Þetta er annar leikur beggja í deildinni; KA gerði 1:1 jafntefli við HK á heimavelli í fyrstu umferðinni en FH tapaði 2:0 fyrir Breiðabliki í Kópavogi. KA-menn höfðu mikla yfirburði gegn HK en frábær frammistaða Arnars Freys Ólafssonar markvarðar HK kom í veg fyrir að þeir skoruðu meira en eitt mark, sem Rodrigo Gomes Mateo gerði í fyrri hálfleik.