Fara í efni
Knattspyrna

KA bikarmeistari í fyrsta sinn – MYNDIR

Myndir: Skapti Hallgrímsson

KA varð bikarmeistari í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í gær þegar liðið sigraði ríkjandi Íslands- og bikarmeistara 2:0 í úrslitaleik á Laugardalsvelli, eins og Akureyri.net greindi frá.

Fyrra markið var skorað á 37. mínútu; í fyrstu var óljóst hver skoraði, bæði Ívar Örn Árnason og Viðar Örn Kjartansson gerðu tilkall til þess, en seint í gærkvöldi lá niðurstaða Péturs Guðmundssonar dómara fyrir: það var skráð sjálfsmark Víkingsins Peters Olivers Ekroth. Þegar langt var liðið á uppbótartíma gulltryggði svo Dagur Ingi Valsson sigurinn þegar hann gerði seinna markið. 

Skapti Hallgrímsson ritstjóri og ljósmyndari Akureyri.net var á vellinum með myndavélina og býður hér til myndaveislu frá þessum sögulega leik.