Fara í efni
Knattspyrna

Jón Jökull Hjaltason til liðs við Þórsara

Mynd af vef Þórs

Knattspyrnumaðurinn Jón Jökull Hjaltason hefur samið við Þór til næstu tveggja ára. Greint er frá þessu á heimasíðu félagsins í kvöld.

Þar segir:

„Jón Jökull er 22 ára gamall fjölhæfur miðjumaður sem hefur leikið með ÍBV undanfarin fjögur tímabil en hann ólst að hluta upp í Danmörku og fór þar í gegnum unglingstarf danska úrvalsdeildarliðsins AGF Aarhus.

Hann hefur leikið 46 leiki í meistaraflokki hér á landi, flesta í B-deild eða 27 auk þess að hafa leikið þrjá leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Jón æfði með Þórsliðinu fyrir áramót en er nú fluttur til Akureyrar og verður klár í slaginn þegar strákarnir taka á móti Fjölni í Lengjubikarnum í Boganum á sunnudag.“