Knattspyrna
Ingimar Stöle semur við KA til hausts 2025
05.01.2024 kl. 20:00
Ingimar Torbjörnsson Stöle hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Ingimar, sem er 19 ára gamall, kom til KA frá norska liðinu Víking í Stavangri í janúar í fyrra, og lék mjög vel síðari hluta sumars eftir að hann vann sér fast sæti í liðinu. Hann var í haust valinn efnilegasti leikmaður KA í sumar.
Ingimar hafði búið í Noregi alla tíð þar til hann kom til KA en á tvo leiki að baki með U19 landsliði Íslands. Á sinni fyrstu leiktíð með KA lék Ingimar 23 leiki, þar á meðal þrjá í Evrópukeppninni.