Fara í efni
Knattspyrna

Hallgrímur ekki með í fyrstu leikjum KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur verið besti leikmaður KA síðustu keppnistímabil. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnumaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur glímt við veikindi undanfarið og ljóst að hann tekur ekki þátt í fyrstu leikjum KA í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins.

Keppnin hefst á laugardag en fyrsti leikur KA-manna er gegn HK á heimavelli næsta sunnudag. Veikindi Hallgríms eru að sjálfsögðu mjög bagaleg fyrir KA því hann hefur verið besti maður liðsins íðustu ár.

Hallgrímur hefur verið veikur í níu daga; fékk flensu og svo lungnabólgu í kjölfarið. Hann hefur legið á sjúkrahúsi í viku með sýklalyf í æð en fékk að fara heim í dag. „Ég er enn að reyna að átta mig á alvarleika þessara veikinda,“ sagði Hallgrímur við Akureyri.net í dag. 

Hann hefur sem sagt ekki æft síðustu níu daga og segist ekki mega hefja æfingar á ný fyrr en eftir 10 til 14 daga.

„Ég get ekki alveg sagt til um það hvenær ég get byrjað aftur nákvæmlega, tíminn verður bara að leiða það í ljós,“ sagði Hallgrímur í dag telur þó ljóst að hann verði ekki leikfær fyrr en eftir þrjár til fjórar vikur.

Fyrsti leikur KA er gegn HK næsta sunnudag sem fyrr segir og eftir rúman mánuð verða KA-menn búnir með fimm leiki. Þeir eru þessir:

  • 2. umferð
    KA - FH laugardag 13. apríl
  • 3. umferð
    KA - Vestri sunnudag 21. apríl
  • 4. umferð
    Víkingur - KA sunnudag 28. apríl
  • 5. umferð
    KA - KR sunnudag 5. maí