Fara í efni
Knattspyrna

Fyrsta tap Þórs/KA og Stjarnan fer líka áfram

Hulda Björg Hannesdóttir í baráttu um boltann við varnarmenn Stjörnunnar í vítateig gestanna í dag. Margrét Árnadóttir er númer 14. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Eftir fjóra sigurleiki í röð urðu Stelpurnar okkar í Þór/KA að gera sér tap að góðum í lokaleik 2. riðils A-deildar Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Stjarnan sótti Þór/KA heim í Bogann og vann 3:2.

Lið Þórs/KA var öruggt með sigur í riðlinum fyrir leik og mætir Breiðabliki í undanúrslit á Akureyri um næstu helgi. Með sigrinum komst Stjarnan einnig í undanúrslit og mætir Val.

Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna úr víti eftir tæplega hálftíma leik og Sandra María Jessen jafnaði nokkrum mínútum síðar, einnig úr víti.

Um miðjan seinni hálfleik kom Bríet Jóhannsdóttir Þór/KA í 2:1 með marki af stuttu færi eftir fallegan undirbúning Lidija Kulis og Söndru Maríu en rúmum þremur mín. síðar voru gestirnir komnir yfir; fyrst skoraði Hulda Hrund Arnarsdóttir og síðan Esther Rós Arnarsdóttir. Varnarmenn Þórs/KA voru illa á verði í bæði skiptin.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Smellið hér til að sjá lokastöðuna í riðlinum