Fara í efni
Knattspyrna

Frederik Schram rekinn af velli – MYNDIR

Myndir: Þórir Tryggvason

Frederik Schram, markvörður Vals, var rekinn af velli gegn KA í kvöld eins og fram kom í umfjöllun um leik liðanna í Bestu deildinni áðan. Þórir Tryggvason náði frábærum myndum af atvikinu þegar markvörðurinn braut á Viðari Erni Kjartanssyni rétt utan teigs, sem varð til þess að Valsarinn fékk að líta rauða spjaldið og þurfti að yfirgefa völlinn.

Hér má sjá myndasyrpu Þóris og þegar boltinn í þverslá Valsmarksins þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson tók aukaspyrnuna sem dæmd var á Schram markvörð.