Knattspyrna
Fjölnismenn í heimsókn hjá Þórsurum í dag
Fannar Daði Malmquist Gíslason skorar fjórða og síðasta mark Þórs gegn KR í Lengjubikarnum á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þórsarar fá Fjölnimenn í heimsókn í dag í lokaleik liðanna í riðlakeppni A-deildar Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu. Þórsarar hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum og mæta liði Breiðabliks í undanúrslitum í Boganum næsta fimmtudag
Leikur Þórs og Fjölnis í dag hefst kl. 16.30.