Knattspyrna
Besta deildin: KA mætir Fylki í dag í Árbænum
11.08.2024 kl. 11:30
Daníel Hafsteinsson í fyrri deildarleiknum gegn Fylki í sumar þegar hann gerði tvö mörk. Mynd: akureyri.net
KA sækir Fylki heim í dag í Bestu deildinni í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins. Flautað verður til leiks í Árbænum klukkan 17.00.
KA er í áttunda sæti sem stendur. Liðið byrjaði illa en hefur verið á miklu flugi undanfarið; KA er með 22 stig að 17 leikjum loknum, þremur stigum á eftir ÍA sem er í sjötta sæti. Sex efstu liðin að loknum 22 umferðum halda áfram keppni um Íslandsmeistaratitilin.
Fylkir er í neðsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir 17 leiki.