Fara í efni
Knattspyrna

Aron Ingi og Sörensen ekki alvarlega meiddir

Aron Ingi Magnússon lá sárþjáður eftir að hafa fengið spark í sköflunginn og var borinn út af. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsararnir Aron Ingi Magnússon og Marc Rochester Sørensen fóru báðir meiddir af velli í leiknum gegn Breiðabliki í undanúrslitum Lengjubikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Í fyrstu óttuðust menn hið versta en talið er nokkuð víst að meiðslin séu ekki alvarleg og þeir nái sér fljótt.

Áhorfendum leist ekki á blikuna því Aron Ingi hefur verið besti maður Þórsliðsins undanfarið og Marc líka leikið gríðarlega vel. Báðir voru sárþjáðir; Aron eftir að hann fékk spark í sköflunginn en Marc lagðist niður án þess að hafa lent í samstuði.

Marc Rochester Sørensen vætir kverkarnar þegar færi gafst í gærkvöldi. Sveinn Leó Bogason aðstoðarþjálfari til vinstri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson