Fara í efni
Knattspyrna

Aron fagnaði sigri, Tryggvi Snær tapaði

Aron Einar Gunnarsson og Tryggvi Snær Hlinason.

Aron Einar Gunnarsson lék allan tímann þegar Al-Arabi lagði Al-Sailiya 1:0 á útivell í katörsku Stjörnudeildinni í fótbolta í dag. Al-Arabi er að rétta úr kútnum eftir afleita byrjun, þetta var annar sigurleikurinn í röð, og Aron og félgar eru komnir upp í áttunda sæti þessarar 12 liða deildar, með 12 stig eftir 11 leiki.

Tryggvi Snær Hlinason og samherjar hans í Casademont Zaragoza töpuðu hins vegar enn einu sinni í spænsku 1. deildinni í körfubolta í dag, nú 92:89 á heimavelli fyrir Baskonia. Gestirnir voru sjö stigum yfir eftir fyrsta fjórðung leiksins og Zaragoza náði aldrei að jafna.

Tryggvi lék í tæpar 18 mínútur, gerði tvö stig og tók sex fráköst – fjögur í vörn og tvö í sókn. Þá átti hann eina stoðsendingu. Zaragoza hefur unnið fjóra leiki í deildinni en tapað 12 og er í fjórða neðsta sæti.