Fara í efni
Knattspyrna

Arna Sif lánuð til Glasgow City

Arna Sif fremst í flokki þegar leikmenn Þórs/KA fögnuðu einu marka sumarsins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA í knattspyrnu, hefur verið lánuð til Glasgow City í Skotlandi. Liðinu hefur gengið vel í vetur, hefur unnið alla sex leikina og er með markatöluna 24:4. Næsti leikur liðsins er 17. janúar þegar það mætir Celtic. Glasgow City er lang besta lið landsins og hefur unnið skoska meistaratitilinn síðustu 13 ár. Arna fer utan á milli jóla og nýárs og leikur með skoska liðinu til vors.

Nánar á heimasíðu Þórs