Fara í efni
Kjarnaskógur

KA gerði 31 mark en tapaði fyrir Haukum

Einar Birgir Stefánsson var besti maður KA í kvöld, bæði í sókn og vörn. Mynd: Þórir Ó. Tryggvason

KA tapaði með sjö marka mun fyrir Haukum í kvöld í Olísdeildinni, efstu deild Íslandsmótsins í handbolta. Leikmenn voru einkum með hugann við sóknarleik á Ásvöllum í Hafnarfirði að þessu sinni, endaði gerðu KA-menn 31 mark en heimamenn hins vegar 38. Góður leikur sóknarleikur KA lengstum dugði því skammt.

Fyrsta korter leiksins var jafnt og spennandi. Þegar þar var komið sögu munaði aðeins einu marki, 12:11, en síðari helmingur hálfleiksins var gjörólíkur og munurinn var orðinn átta mörk í hálfleik, 24:16 Haukum í vil.

Allt annað var að sjá til KA-strákanna fyrri hluta seinni hálfleiks og þegar hann var hálfnaður var munurinn kominn niður í tvö mörk. Þá seig hins vegar aftur á ógæfuhlíðina, Haukarnir gáfu í og röðuðu inn mörkum en sóknarleikur KA-manna hikstaði aftur á móti og vörnin var ekki til að hrópa fyrir, eins og tölurnar bera með sér.

Ein­ar Birg­ir Stef­áns­son var markhæstur KA-manna með 9 mörk og Dagur Árni Heimisson gerði 7.

Öll tölfræði úr leiknum

Staðan í deildinni