KA/Þór
Meistarar meistaranna voru hylltir í Hamri
03.10.2024 kl. 22:30
Ungar körfuboltastelpur fengu myndir af sér með hetjunum – hér Evu Wium Elíasdóttur – og bikarnum góða í Hamri í kvöld. Myndir: Skapti Hallgrímsson
Kvennalið Þórs í körfubolta sem sigraði í Meistarakeppni KKÍ á dögunum var hyllt í Hamri í kvöld þar sem aðalstjórn félagsins hélt samkvæmi þeim til heiðurs.
Þórsarar sigruðu þrefalda meistara síðasta tímabils, deildar-, Íslands- og bikarmeistara Keflvíkinga, í umræddum leik á laugardaginn, og teljast því meistarar meistaranna. Þetta er fyrsti titill Þórs í körfubolta í 48 ár, síðan kvennalið félagsins varð Íslandsmeistari 1976 og því sannarlega ástæða til þess að gleðjast.
Leikmenn meistaraliðsins í Hamri í kvöld ásamt þjálfaranum Daníel Andra Halldórssyni og Nóa Björnssyni, formanni Þórs.