KA/Þór
Martha verður ekki meira með í vetur
15.01.2021 kl. 20:33
Martha Hermannsdóttir býr sig undir að taka víti. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Martha Hermannsdóttir, fyrirliði handboltaliðs KA/Þórs, verður ekki meira með liðinu í vetur vegna meiðsla. Fram kom í handboltaþættinum Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í kvöld að hún væri meidd á hæl og yrði ekki leikfær fram á vor. Andri Snær Stefánsson, þjálfari liðsins, staðfesti það við Akureyri.net í kvöld að Martha væri meidd og yrði að öllum líkindum ekki meira með.
Martha var í hópi markahæstu leikmanna efstu deildar Íslandsmótsins, Olís-deildarinnar, á síðustu leiktíð. Hún gerði þá 95 mörk í 18 leikjum. Meiðsli hennar eru því mikil blóðtaka fyrir liðið.
KA/Þór heldur áfram keppni á morgun, ef hið langa Covid-hlé; stelpurnar mæta þá Haukum í Hafnarfirði og hefst viðureignin klukkan 16.