KA/Þór
KA/Þór vann Hauka í æsispennandi leik
Stelpurnar í KA/Þór sigruðu Hauka með eins marks mun, 21:20, í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta - Olís deildinni - í Hafnarfirði í dag. Matea Lonac átti stórleik í markinu og Rut Jónsdóttir var einnig frábær.
Martha Hermannsdóttir fyrirliði er meidd og verður ekki meira með í vetur, eins og fram kom í gær, skarð hennar verður vandfyllt en það tókst í dag. Þá gat Sólveig Lára Kristjánsdóttir ekki leikið með í dag vegna vinnu sinnar, að því er kemur fram á heimasíðu KA, og því virkilega sterkt hjá stelpunum að vinna.